Algengar spurningar.

Ég hef tekið eftir því undanfarið að það hefur verið mikið um spurningar sem auðvelt er að finna svarið við. Í PFS þá eru 3 (4) kostir til þess að finna svar við flestum spurningum:

1) Leita í Guide to Pathfinder Society. Alveg utan þess að allir sem taka þátt í PFS eiga kannast við innihaldið í Guide-inum að þá er hellingur af svörum við einföldustu spurningum (hit points, traits, factions etc).

2) Additional Resources. Hér er hægt að finna allt sem er leyft í PFS. Ef það er ekki á listanum þá er það ekki leyft.

3) FAQ síðan hjá Paizo. Þar eru svör við flestum (þó ekki öllum) spurningum sem vaknað hafa varðandi reglur í Pathfinder og PFS.
http://paizo.com/paizo/faq/v5748nruor1fq

4) Venture Officers. Við Ásgeir og Leó eru hérna til þess að hjálpa ykkur og getum svarað flestu. En því fleiri sem þekkja reglurnar því fleiri geta hjálpað nýjum spilurum. Félagið verður bara betra og betra ef allir hjálpast að.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a comment