Ný boons fyrir Pathfinder Tales.

Í dag skýrðust reglurnar hvernig á að fara með Pathfinder Tales boon-in og hvaða kosti það hefur fyrir spilara sem hafa lesið bækurnar.

Fyrir þá sem vita það ekki þá eru Pathfinder Tales skáld- og smásögur sem Paizo gefur út. Sögurnar gerast í Golarion og tengjast yfirleitt stóru meta-sögunum sem fyrirtækið einblínir á.

Til þess að gefa spilurum tækifæri á því að kynnast Golarion betur þá hefur Pathfinder Félagið, frá seríu 2 (við erum núna að ljúka seríu 4), boðið þeim þann kost að koma með bókina á spiladag, hvort sem er innbundna bók eða rafræna (sem verður þó að vera merkt spilara með vatnsmerki) og boon-ið (sem hægt er að finna á heimasíðu hverrar bókar hjá paizo.com), fengið boon-ið undirritað og þar að leiðandi reddað sér smá auka bónusi á karakter að eigin vali.

En frá og með deginum í dag breytist þetta.

Núna verður kerfið þannig að bækurnar eru settar í 4 bóka hóp sem hafa einhverskonar tengsl (persónur, þema, stað o.fl.). Spilari getur komið með eina af bókunum (eða allar) á boon-inu og fengið takmarkaðan bónus á einn karakter. Ef spilari aftur á móti safnar bókunum (og þá undirskrift stjórnanda) og útfyllir allt boon-ið þá fær hann að velja einn bónus sem verður varanlegur.

Fyrsta boon-ið er tilbúið og má finna neðst á síðunni sem hlekkurinn opnar. Þetta blað er fyrir skáldsögurnar Liar’s Blade, Pirate’s Honor og eru þær skáldsögur til í búðum. Seinna meir munu svo skáldsögurnar Wizard’s Mask og King of Chaos bætast við þegar þær verða gefnar út.

Einnig eru áætlanir um að tengja skáldsögurnar (óútgefnu þ.e.) við eitt ævintýri í hverri seríu og mun skáldsagan Stalking the Beast sem kemur út í október á einhvern hátt tengjast ævintýri í seríu 5 (sem mun gerast í kringum Mendev og Worldwound!).

Þetta hljómar spennandi og ætti að gefa spilurum kost á því að kynnast Golarion aðeins betur og fá smá auka með.

Hvað finnst ykkur?

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a comment