#33 Assault on the Kingdom of the Impossible

Pathfinders!

Laugardaginn 17. ágúst, klukkan 13:00, í Nexus, verður spilað ævintýrið #33 Assault on the Kingdom of the Impossible þar sem stjórnandi dagsins, Þórarinn Sigurðsson, mun senda spilara til hins sögufræga lands Vudra, einnig þekkt sem hin Ógurlegu Konungsríki.

Keppinautar Pathfinder félagsins, Aspis samtökin, hafa staðið að árásum á vagnalestir bandamanna Pathfinder félagsins á eyjunni Jalmeray. En þegar höfuðsmaður Pathfinder félagsins er myrtur af Aspis útsendara er það undir spilurum komið að finna morðingjann og stoppa hann.

Spilað verður á sub-tier 1-2.

Spilarar sem hafa áhuga á því að mæta eru beðnir um að senda eftirfarandi upplýsingar á pfsisland@gmail.com:

Spilari:
Persóna:
PFS-karakter #:
Class/lvl:
Faction:

Frekari upplýsingar.
Jalmeray.
Vudra.
Aspis samtökin.

Explore, Report, Cooperate!

Leó Páll Hrafnsson, Venture Captain / Ísland

Ásgeir Helgi Hjaltalín, Venture Lieutenant / Ísland

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Ár djöfulsins hefst!

Verið velkomin í season 5: Ár Djöfulsins!

Eftir nokkra daga mun season 4 ljúka og Pathfinder útsendarar flykkjast frá Varisiu til Mendev og Worldwound. Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingarnar sem þið þurfir á næsta ári.

Nýr “Guide to Pathfinder Society Organized Play”.
Nýtt season þýðir nýr Guide. Hann var gefinn út 5. ágúst og svo uppfærður 12. ágúst og endurútgefinn. Hér er svo hægt að hlaða niður nýja Guide-inum.
Einnig er hægt að lesa um Guide-inn á Paizo blogginu hér.
Stærstu breytingarnar verða nefndar nánar í þessum pósti.

“Core Assumption” uppfært. 
Bókin Pathfinder Campagin Setting: Pathfinder Society Field Guide telst ekki lengur til Core Assumption. Hægt er að nota hana í PFS spili, en það er ekki nauðsynlegt að eiga hana núna til þess að geta spilað á spiladögum
Nýja bókin, Pathfinder Player Compantion: Pathfinder Society Primer, er ekki nauðsynleg til þess að spila á Pathfinder spiladögum og telst ekki til Core Assumption. Þó er vel hægt að nota hana.

Tveir flokkar hafa horfið.
Lantern Lodge of Shadow Lodge eru, frá og með 15. ágúst, ekki löglegir flokkar fyrir spilara. Allir spilara sem eiga karaktera í þessum tveim flokkum skulu (án þess að borga PP) skipta yfir í anna flokk. Hægt er að upplifa endalok þessara flokka í ævintýrunum #4-21 Way of the Kirin fyrir Lantern Lodge og #4-23 Rivalry’s End fyrir Shadow Lodge.

Re-training.
Í stórskála Pathfinder Félagsins í Absalom má heyra dyn sverða, sprenginga og hófaþyt. Nýtt æfingahúsnæði hefur verið reist og geta útsendarar Pathfinder Félagsins æft sig þar og lært nýjar aðferðir með sverði og göldrum.
Núna er einmitt hægt að nota reglurnar um re-training sem birtust í Ultimate Campaign til þess að endurþjálfa karaktera eftir 1. lvl. Spilarar verða eiga Ultimate Campagin til þess að geta gert þetta. Fyrir utan venjulegan kostnað við endurþjálfun þá verða spilarar að borga 1 PP fyrir hvern dag sem er notað í endurþjálfun fyrir karakterinn.
Með þessu er hægt að skipta um archetypes, feats, class features og fleiri valkosti fyrir karaktera.

Engin Faction mission.
Frá og með 15. ágúst verða engin flokka verkefni fyrir útsendara Pathfinder félagsins, hvorki í season 5 ævintýrum né í gömlu ævintýrunum. Í staðin verða tvö megin verkefni sem þarf að ljúka til þess að fá báða prestige punktana. Frekari upplýsingar um þetta er hægt að finna á bls. 32 í nýja Guide-inum.

Flokkarnir munu spila stærra hlutverk héðan í frá.
Í stað flokka verkefna sem skipuðu stóran hluta í síðustu seríum munu flokkarnir vera í sviðsljósinu í ævintýrunum. Útsendarar Pathfinder félagsins sem tilheyra flokki sem er í sviðljósinu fyrir hvert ævintýri fá sérstakt Boon fyrir að ljúka ævintýrinu.
Frekari upplýsingar um stefnur flokkanna og hvaða flokkar eru í sviðsljósinu hverju sinni.

Virkir karakterar fá bónus fyrir seríu 4!
Allir karakter sem hafa unnið sér inn að minnsta kosti 6 PP frá byrjun seríu 4 (14. ágúst 2012) get nýtt sér þetta Boon. Þetta er þakkavottur frá Decimverate fyrir dygga þjónustu í Varisia.

Nýjar reglur til að spila upp um tier eða niður um tier.
Með nýjum Guide kemur nýtt Chronicle blað sem notast skal í öllum ævintýrum héðan í frá. Á því blaði er að finna nýjan valkost fyrir gull: out-of-subtier-gold. Ef spilari ákveður að spila upp eða niður (s.s. ekki á því tier sem karakterinn passar inn á) fær hann gullið úr out-of-subtier flokknum. Þetta er gert til að reyna jafna það gull sem spilarar vinna sér inn og gera kerfið sanngjarnara fyrir þá sem spila niður.
Einnig hefur reglunum fyrir það að spila upp og/eða niður verið breytt og mæli ég með því að sem flestir lesi kafla 7 í Guide-inum vel til að fá yfirsýn yfir þetta (bls 30-37).

Inventory tracking sheet.
Aftast í nýja Guide-inum er skjal sem heitir Inventory Tracking Sheet. Það er til að halda betur utan um allt það sem karakterinn kaupir, eða selur, á meðan ævintýrinu stendur. Þetta skjal á héðan í frá að fylgja öllum karakterum, alveg eins og Chronicle blöðin eða karakter blaðið sjálft.

Bónusar til stjórnenda.
Nú geta stjórnendur fengið bónus á re-rolls ef þeir hafa náð sér í stjörnu fyrir að stjórna. Ef stjórnandi er með löglega leið til að fá re-roll (Paizo bolir, Character Folio o.fl.) og sýnir Pathfinder kortið sitt (sem hægt er að hlaða niður á “My Pathfinder Society” síðunni) þá fær hann bónus á kastið jafnt stjörnunum sem hann hefur unnið sér inn.
Einnig geta stjórnendur nú endurspilað, eða endurstjórnað, einu ævintýri fyrir hverja stjörnu og fengið Chronicle blað með öllu því góða sem fylgir með.

Explore, Report, Cooperate!

Júlíus Árnason, Venture-Lieutenant / Kaupmannahöfn

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Endalokin nálgast!

Pathfinders! Nú er komin tími til að ég hætti sem Venture Captain Pathfinder Félagsins á Íslandi og leyfi einhverjum öðrum að spreyta sig.

Þessi ákvörðun var ekki auðveld. Mér þykir vænt um þetta litla félag okkar en það er orðið erfiðara að sinna skyldum mínum sem Venture Captain á meðan ég bý í Kaupmannahöfn og finnst mér tímabært að leyfa einhverjum öðrum að taka við og gera félagið enn betra.

Ég byrjaði á Pathfinder Félaginu á Íslandi vegna þess að mig langaði að kynna ykkur fyrir því hversu æðislegt þetta samfélag er. Ég er mjög glaður og stoltur að sjá að Ísland er engin undantekning.

Fyrst jú þurfti ég að draga spilahópinn minn í Nexus til að sýna fólki hvað við værum að gera. Leó og Ásgeir voru þeir fyrstu til að sýna áhuga og Leó sá fyrsti til að mæta á spiladag óbeðinn. Hann hefur farið frá því að vera spilari, í að stjórna og svo í það að hjálpa til sem Venture Lieutenant. Ég get ekki ímyndað mér betri mann til að taka við af mér og hefur hann nú tekið við sem Venture Captain á Íslandi á meðan ég tek við Venture Lieutenant stöðunni í Kaupmannahöfn.

Ég er þó ekki alveg horfinn á brott. Ég mun hjálpa Leó fyrst um sinn til að auðvelda skiptin og svo mun ég áræðanlega standa á bakvið einhver önnur verkefni með þeim Ásgeiri, Leó og stjórnendunu okkar.

Einnig er ég að vinna í því að endurbæta póstlistakerfið okkar (eins og þið væntanlega sjáið á þessum pósti) ásamt skráningarkerfinu. Vefsíðan gæti líka fengið smá andlitslyftingu. Svo að sjálfsögðu verð ég til staðar á Facebook hópnum okkar og þegar ég kem heim þá mun ég pottþétt láta sjá mig á spiladegi (sem spilari!).

En í bili segi ég bless og takk fyrir góðu stundirnar.

– Júlíus Árnason Venture Lieutenant, Kaupmannahöfn

Posted in Uncategorized | Leave a comment

#3-09 Quest for Perfection Pt. I – Edge of Heaven

Pathfinders!

Næstkomandi sunnudag, klukkan 17:00-21:00, í Nexus, verður spilað ævintýrið #3-09 Quest for Perfection Pt. I – Edge of Heaven þar sem stjórnandi dagsins, Þórarinn Sigurðsson, sendir spilara til hins sögufræga lands í austri, Tian Xia.

Pathfinder félagið hefur komist á snoðir um yfirgefið klaustur, helgað Irori, hátt upp í Himnaveggs fjallgarðinum. Þar mun leynast öflugur töfragripur sem gæti fært félaginu sigur í fræga Rúbí Fönix bardagamótinu.

Þetta er spil fyrir 1-5 lvl karaktera og eins og alltaf þá er ókeypis inn.

Spilarar sem vilja taka þátt eru beðnir um að senda eftirfarandi upplýsingar á pfsisland@gmail.com:

Spilari:

Persóna:

PFS-karakter#:

Class/lvl:

Faction:

Frekari upplýsingar:

Rúbí Fönix mótið

Irori

Tian Xia

Explore, Report, Cooperate!

Júlíus Árnason, Venture Captain

Ásgeir Helgi Hjaltalín, Venture Lieutenant

Leó Páll Hrafnsson, Venture Lieutenant

Posted in Uncategorized | Leave a comment

#4-Ex Day of the Demon (3-7)

Pathfinders!

Kafteinninn snýr aftur og hefur dregið með sér fyrsta tier 3-7 ævintýrið sem spilað verður hjá Pathfinder Félagi Íslands. Um er að ræða ævintýrið #4-EX Day of the Demon sem er ætlað karakterum á lvl 3-7. Um er að ræða sérstakt ævintýri sem einungis 4 stjörnu stjórnendur, Venture Officers og Paizo starfsfólk getur stjórnað. Spilað verður laugardaginn 1. júní en við breytum frá vananum að þessu sinni og byrjum klukkan 16:00 og hættum um 21:00. 

Að þessu sinni eru spilarar sendir til Cheliax. Blakros fjölskyldan hefur eignast höfuðsetrið Ostergarde sem er frægt fyrir að hafa verið notað til djöfladýrkunar fyrir Öld Týndu Fyrirboðanna. Markmið spilara er einfalt: rannsaka eignina og hreinsa burt allar ógnir sem fyrir finnast.

Boðið verður uppá 3 borð þannig að nóg verður af sætum. Stjórnendur dagsins verða Venture Captain Íslands, Júlíus Árnason og Venture Lieutenant-ar Íslands, Ásgeir Helgi og Leó Páll.

Skráning fer fram, eins og alltaf á pfsisland@gmail.com og biðjum við spilara að senda inn þessar upplýsingar til þess að fá sæti við borð.

Nafn:

PFS#: 

Class/Lvl:

Faction:

Nytsamlega upplýsingar.

Cheliax

Hellknights

Öld Týndu Fyrirboðanna

Blakros Fjölskyldan

—–

Explore, Report, Cooperate!

Júlíus Árnason, Venture Captain

Ásgeir Helgi Hjaltalín, Venture Lieutenant

Leó Páll Hrafnsson, Venture Lieutenant

Posted in Uncategorized | Leave a comment

#52 City of Strangers Pt. II: The Twofold Demise

Pathfinders!

Laugardaginn 18.maí, klukkan 13:00, í spilasal Nexus verður Pathfinder spiladagur í spilasal Nexus. Spilaður verður seinni hluti tvíleiksins City of Strangers. Í #52 The City of Strangers – Pt. II: The Twofold Gambit eru spilurum gefinn afarkostur: annaðhvort binda þeir enda á ógn Skuggaflokksins í Kaer Maga eða Pathfinder Félagið er gert útlægt út borginni allir Pathfinder útsendarar drepnir.

Stjórnendur eru Ásgeir Helgi Hjaltalín, VL á Íslandi og Þórarinn Sigurðsson.

Ókeypis aðgangur eins og vanalega, bara koma með flottan karakter og góða skapið.

Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt eru beðnir um að senda tölvupóst með persónu-upplýsingum (class, lvl, faction og PFS-karakternúmeri) á pfsisland@gmail.com

Nytsamlegar upplýsingar:
Kaer Maga

Explore, Report, Cooperate!
Júlíus Árnason – Venture Captain, Ísland.
Ásgeir Helgi Hjaltalín – Venture Lieutenant, Ísland
Leó Páll Hrafnsson – Venture Lieutenant, Ísland

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Ný boons fyrir Pathfinder Tales.

Í dag skýrðust reglurnar hvernig á að fara með Pathfinder Tales boon-in og hvaða kosti það hefur fyrir spilara sem hafa lesið bækurnar.

Fyrir þá sem vita það ekki þá eru Pathfinder Tales skáld- og smásögur sem Paizo gefur út. Sögurnar gerast í Golarion og tengjast yfirleitt stóru meta-sögunum sem fyrirtækið einblínir á.

Til þess að gefa spilurum tækifæri á því að kynnast Golarion betur þá hefur Pathfinder Félagið, frá seríu 2 (við erum núna að ljúka seríu 4), boðið þeim þann kost að koma með bókina á spiladag, hvort sem er innbundna bók eða rafræna (sem verður þó að vera merkt spilara með vatnsmerki) og boon-ið (sem hægt er að finna á heimasíðu hverrar bókar hjá paizo.com), fengið boon-ið undirritað og þar að leiðandi reddað sér smá auka bónusi á karakter að eigin vali.

En frá og með deginum í dag breytist þetta.

Núna verður kerfið þannig að bækurnar eru settar í 4 bóka hóp sem hafa einhverskonar tengsl (persónur, þema, stað o.fl.). Spilari getur komið með eina af bókunum (eða allar) á boon-inu og fengið takmarkaðan bónus á einn karakter. Ef spilari aftur á móti safnar bókunum (og þá undirskrift stjórnanda) og útfyllir allt boon-ið þá fær hann að velja einn bónus sem verður varanlegur.

Fyrsta boon-ið er tilbúið og má finna neðst á síðunni sem hlekkurinn opnar. Þetta blað er fyrir skáldsögurnar Liar’s Blade, Pirate’s Honor og eru þær skáldsögur til í búðum. Seinna meir munu svo skáldsögurnar Wizard’s Mask og King of Chaos bætast við þegar þær verða gefnar út.

Einnig eru áætlanir um að tengja skáldsögurnar (óútgefnu þ.e.) við eitt ævintýri í hverri seríu og mun skáldsagan Stalking the Beast sem kemur út í október á einhvern hátt tengjast ævintýri í seríu 5 (sem mun gerast í kringum Mendev og Worldwound!).

Þetta hljómar spennandi og ætti að gefa spilurum kost á því að kynnast Golarion aðeins betur og fá smá auka með.

Hvað finnst ykkur?

Posted in Uncategorized | Leave a comment

#13 The Prince of Augustana

Pathfinders!

Næstkomandi laugardag, þann 4. maí kl: 13:00 verður spilað ævintýrið #13 The Prince of Augustana í spilasal Nexus.

Stjórnandi að þessu sinni er Leó Páll Hrafnsson og mun hann senda útsendara Pathfinder félagsins til hafnarborgarinnar Augustana, í Andoran. Spilarar eru beðnir um að mæta í Pathfinder skálan þar og rannsaka mál gamals betlara sem heldur því fram að hann sé Keisari Andoran. Sagan er langsótt en betlarinn á dýrmætan Wayfinder og segir frá djöflum og leyndum hliðum til annarra heima undir Augustana. Spilarar verða komast að sannsögli betlarans áður en undirheimar Augustana gleypa þá.

Þetta er spil fyrir 1-5 lvl karaktera og eins og alltaf þá er ókeypis inn. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt eru beðnir um að senda tölvupóst með persónu-upplýsingum (class, lvl, faction og PFS númeri persónunar) á pfsisland@gmail.com

Frekari upplýsingar:

Augustana

Andoran

Explore, Report, Cooperate!

Júlíus Árnason, Venture Captain

Ásgeir Helgi Hjaltalín, Venture Lieutenant

Leó Páll Hrafnsson, Venture Lieutenant

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Algengar spurningar.

Ég hef tekið eftir því undanfarið að það hefur verið mikið um spurningar sem auðvelt er að finna svarið við. Í PFS þá eru 3 (4) kostir til þess að finna svar við flestum spurningum:

1) Leita í Guide to Pathfinder Society. Alveg utan þess að allir sem taka þátt í PFS eiga kannast við innihaldið í Guide-inum að þá er hellingur af svörum við einföldustu spurningum (hit points, traits, factions etc).

2) Additional Resources. Hér er hægt að finna allt sem er leyft í PFS. Ef það er ekki á listanum þá er það ekki leyft.

3) FAQ síðan hjá Paizo. Þar eru svör við flestum (þó ekki öllum) spurningum sem vaknað hafa varðandi reglur í Pathfinder og PFS.
http://paizo.com/paizo/faq/v5748nruor1fq

4) Venture Officers. Við Ásgeir og Leó eru hérna til þess að hjálpa ykkur og getum svarað flestu. En því fleiri sem þekkja reglurnar því fleiri geta hjálpað nýjum spilurum. Félagið verður bara betra og betra ef allir hjálpast að.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Fréttir! Fullt af fréttum!

Góðan og blessaðan daginn! Í nótt bárust þær fréttir frá Paizo að umtalsverðar breytingar eru í bígerð fyrir Pathfinder Félagið. Mike Brock (Campaign Coordinator), Mark Moreland og John Compton (Developers) komu fram í Know Direction hlaðvarpinu og útlistuðu hvað þeir hafa áætlað fyrir Seríu 5 fyrir Pathfinder Félagið (sem byrjar á GenCon í sumar).

Áður en ég kem að þessum fréttum er ég með fréttir fyrir Pathfinder Félagið á Íslandi:

– Spilarar ættu að fara að gera karakterar sína tilbúna fyrir þriðja lvl þar sem frá og með byrjun júní mun Pathfinder Félagið á Íslandi byrja að bjóða upp á hærra tier ævintýri. Við Ásgeir og Leó erum að leggja drög að dagskrá sumars og haust og mun hún fara í loftið innan tíðar.

– Fyrir næsta spiladag verður Taxfest! Klerkar Abadar innheimta skatt þessa dagana og í þakklætisskyni fyrir borgarlega skyldurækni kasta þeir göldrum á þá spilara sem borga skattinn sinn samviskusamlega. Allir spilarar eiga rétt á því að fá einum galdri kastað á sig. Þetta fer eftir tier (1, 1-5 og 1-7 fá Bless, tier 3-7 fá Aid, 5-9 fær Heroism, 7-11 fær Good Hope og 12+ fær Heroes’ Feast) og er hægt að fá einu sinni á aðeins einu ævintýri. Ef spilari rækir borgarlegu skyldu sína þá er lengist virki tími galdursins eins og kemur fram á boon blaðinu (annaðhvort 10 min/lvl eða 1 klst/lvl). Það verður að skrá þetta boon á spilara milli 15. apríl og 5. maí 2013 en það má nota áhrifin hvenær sem er eftir að búið að er skrá boon-ið.

Til þess að fá þetta boon þarf spilari að koma með útprentað skjal (sem fæst með því að smella á Taxfest hlekkinn hér að ofan) og fá stjórnanda á næsta spiladegi til að kvitta fyrir. Einnig verða stjórnendur með eitthvað af þessum skjölum fyrir spilara.

Og þá að breytingunum sem Mike, Mark og John ræddu í hlaðvarpinu:

Stærsta fréttin er að tveir flokkar munu hverfa sem kostur fyrir spilara. Þessir flokkar eru: Shadow Lodge of Lantern Lodge. Tekist verður á endalok þeirra í tveim ævintýrum sem gefin verða út fyrir byrjun Seríu 5. Allir meðlimir þessara flokka munu geta skipt um flokk án þess að borga Prestige Points og munu geta haldið traits og öllu öðru sem fengist hefur fyrir þessa tvo flokka sérstaklega (vanities, boons o.fl.).

Endalok Shadow Lodge koma í Rivalry’s End á meðan Lantern Lodge kveður í The Way of Kirin.

Spilarar sem eiga karakter í öðrum hvorum flokknum eiga kost á því að fá boon ef þeir spila það loka ævintýrið sem tengist þeirra flokki. Þetta boon er hægt að fá jafnvel þótt að sá karakter sem tengist þeim flokki sé utan tier.

Að auki mun Paizo ekki bæta við fleiri flokkum og er alls óvíst hvort að flokka kerfið muni haldast áfram (ekki voru gefnar upplýsingar um það).

Sérstök verkefni flokkana (faction missions) verða líka tekin úr ævintýrum og munu spilarar eftirlifandi flokkana vinna stöðugt að markmiðum þeirra yfir alla seríuna, frekar en að ljúka minni verkefnum í miðju ævintýri. Þetta mun þá frekar líkjast Cheliax sögunni í seríu 4 (sem inniheldur The Disappeared, Blakros Matrimony og Day of the Demon). Talað var um að ef spilarar taka þátt í ævintýri þar sem þeirra flokkur er í sviðsljósinu munu þeir fá sérstakt boon. En þetta var ekki staðfest.

Aðrar fréttir voru:

– First Steps serían verður eytt sem gilt ævintýri í Pathfinder Félaginu, að undanskildu fyrsta ævintýrinu í seríunni. Ætlunin er að búa til betri og meta-plot tengdri byrjenda ævintýri. Það mun þó ekki gerast fyrr en 2014 og er þá áætlunin að nota First Steps Pt. I á meðan.

– Pathfinder Tales boon kerfinu verður breytt úr því að vera eitt boon fyrir hverja bók sem er ónýtt eftir fyrstu notkun (svokallað “one-time use boon”) yfir í varanlega boon sem spannar 4 bækur. Mun þetta þá tengjast betur söguþræðinum í hverri seríu.

– Wealth by level á að jafna út. Það þýðir að ef spilari ákveður að spila upp (spila á hærra tier en karkterinn á að geta) þá fær hann ekki gull á við það tier sem hann spilar, heldur á tier sem hann er á.

– Pathfinder Quests eru í biðstöðu. Það hefur verið lítill áhugi fyrir þeim, bæði hjá spilurum og útgefendum.

– Allir Pathfinder Adventure Paths sem gefnir voru út eftir 3.5 skiptinguna verða gerðir löglegir fyrir Pathfinder Félagið. Sá fyrsti sem fær þessa meðferð er Skull and Shackles og verður svo farið aftur á bak og hinir Adventure Paths teknir fyrir.

– Frá og með GenCon ‘13 mun John Compton taka við sem aðal developer fyrir Pathfinder Félagið.

Explore, Report, Cooperate!

Júlíus Árnason – Venture Captain, Ísland.

Posted in Uncategorized | Leave a comment